Nettóhöllin er 25 ára í dag
Nettóhöllin eða Reykjaneshöllin eins og hún er líka þekkt fyrir að heita er 25 ára í dag en hún var vígð þann 19. febrúar árið 2000.
Reykjaneshöllin var fyrsta fjölnota íþróttahúsið sem reis hér á landi og markaði tímamót í þróun á íslenskri knattspyrnu hérlendis. Nú hafa risið ótal mörg knattspyrnuhús um allt land. Það er gaman að segja frá að í formlegum opnunarleik mættust Keflavík og úrvalslið Atla Eðvaldssonar heitins sem var þáverandi landsliðsþjálfari. Í hálfleik léku svo 6. flokks lið Keflavíkur og Njarðvíkur. Eftir leikinn hófst svo Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum.
Nú í upphafi árs fékk Nettóhöllin nýtt gras sem er mikil bylting fyrir iðkendur í knattspyrnu hér í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að mannvirkið sé vel nýtt frá morgni til kvölds fyrir allan aldur.
Hér má finna umfjöllun um opnun Reykjaneshallarinnar árið 2000