Fréttir

Knattspyrna | 6. október 2007

Nicolai framlengir

Nicolai Jörgensen hefur framlengt samning sinn við Keflavík og leikur því með okkur næstu tvö árin.  Það fór ekki framhjá áhorfendum í sumar að Nicolai er geysisterkur leikmaður.  Hann átti góða leiki í vörn Keflavíkurliðsins í sumar og var ómetanlegur þegar aðrir varnarmenn liðsins áttu við meiðsli að stríða.  Það má benda á að gengi liðsins fór hratt niður á við um það leyti sem Nicolai meiddist um mitt sumar.  Við hlökkum til að sjá þennan sterka Dana í Keflavík á næsta ári.


Nicolai glaður í bragði.


Valgeir framkvæmdastjóri, Nicolai og Rúnar formaður.