Niður á jörðina...
Eftir ágætt gengi í síðustu leikjum kom Keflavíkurliðið niður á jörðina eftir 1-5 tap gegn Val í 5. umferð Landsbankadeildarinnar. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir um fimm mínútna leik og eftir það gekk ekkert upp hjá okkur mönnum og gestirnir gengu á lagið. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val og þeir Matthías Guðmundsson, Atli Sveinn Þórarinsson og Garðar Gunnlaugsson eitt hver. Stefán Örn Arnarson átti ágæta innkomu í sínum fyrsta leik með Keflavík og skoraði gott mark. Það er lítið um þennan leik að segja, okkar menn áttu ekki möguleika að þessu sinni og virtust missa trúna við að fá á sig mark strax í upphafi.
Keflavíkurvöllur, 12. júní 2005
Keflavík 1 (Stefán Örn Arnarson 68.)
Valur 5 (Matthías Guðmundsson 5., Atli Sveinn Þórarinsson 16., Baldur Aðalsteinsson 34., 56., Garðar Gunnlaugsson 80.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Issa Abdulkadir (Ásgrímur Albertsson 63.) (Bjarni Sæmundsson 89.), Michael Johansson, Branko Milicevic (Stefán Örn Arnarson 58.) - Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Gestur Gylfason - Guðmundur Steinarsson, Hörður Sveinsson
Varamenn: Magnús Þormar, Atli Rúnar Hólmbergsson
Gul spjöld: Guðmundur Steinarsson (21.), Issa Abdulkadir (54.)
Dómari: Jóhannes Valgeirsson
Aðstoðardómarar: Eyjólfur Ágúst Finnsson og Svanlaugur Þorsteinsson
Eftirlitsdómari: Þórður Georg Lárusson
Áhorfendur: 1.054
Boltinn á leiðinni í markið hjá Valsmönnum.
(Mynd: Hilmar Bragi / Víkurfréttir)