Fréttir

Knattspyrna | 6. júlí 2005

Niðurlægjandi ósigur fyrir HK

Ellefu leikmenn Keflavíkur töpuðu fyrir liði HK í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöld, 1-0.  Það er sama niðurstaða og varð í 4 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári síðan en þá vann Keflavík 0-1.  Niðurlæging Keflavíkur er ekki vegna þess að HK sé ekki verðugur andstæðingur, þvert á móti.  HK liðið barðist eins og einn maður á móti 11 leikmönnum Keflavíkur, en liðsmenn Keflavíkur virtust áhugalausir og ekki heil brú var í leik liðsins.  HK-liðið átt nokkur ágætis markskot og færi en við Keflvíkingar sköpuðum ekki verulega hættu við mark HK.  Við Keflvíkingar verðum að girða okkur í brók fyrir sjónvarpsleikinn á móti Íslandsmeisturunum á föstudagskvöld kl. 20:00 í Kaplakrika. ási  


Branko lætur til sín taka en allt kom fyrir ekki.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)