Fréttir

Knattspyrna | 15. janúar 2009

Niko á afmæli...

Í dag, 15. janúar, á heiðursmaðurinn Nicolai Jörgensen afmæli og heldur upp á 28 árin.  Kappinn hefur verið hjá okkur tvö síðastliðin sumur en hefur því miður oft átt við meiðsli.  Það þarf ekki að taka fram að þegar að Nicolai er heill heilsu er hann einn öflugasti varnarmaður deildarinnar.  Við sendum piltinum að sjálfsögðu hamingjuóskir í tilefni dagsins og segjum á frummálinu: Til lykke!