Fréttir

Knattspyrna | 7. júlí 2006

Nína í U-21 árs landsliðið

Nína Ósk Kristinsdóttir, hinn öflugi framherji Keflavíkur, hefur verið valin í U-21 árs landslið Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti U-21 árs landsliða í Noregi 15.-23. júlí.  Nína hefur verið geysiöflug í sumar og er nú næstmarkahæst í Landsbankadeild kvenna með 18 mörk.  Nína Ósk hefur leikið 8 leiki með U-21 árs landsliðinu og skorað 2 mörk en hún á einnig 6 A-landsleiki að baki og hefur þar skorað eitt mark.  Við óskum Nínu og stöllum hennar í liðinu góðs gengis í mótinu.

Á myndinni er Nína á fullri ferð með boltann.
(Mynd:
Víkurfréttir)