Nína Ósk er markakóngur Íslands
Á lokahófi Knattspyrnudeildar á dögunum fengu markahæstu leikmenn meistaraflokkanna okkar m.a. viðurkenningar. Hjá kvennaliðinu fékkk Nína Ósk Kristinsdóttir gullskóinn en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 mörk í 14 leikjum. Það gerir hana ekki aðeins að markahæsta leikmanni Keflavíkur heldur var hún markakóngur Íslandsmótsins í sumar.
Nína Ósk hefur alla tíð verið mikill markaskorari en hún hóf feril sinn í meistaraflokki með sameiginlegu liði Reynis, Keflavíkur og Víðis og hefur einnig leikið með Val. Nína Ósk hefur skorað 60 mörk í 46 deildarleikjum fyrir Keflavík og áður hafði hún skorað 32 mörk í 23 leikjum með RKV. Samtals hefur hún því skorað 92 mörk í 69 deildarleikjum fyrir Keflavík og tengd lið auk 9 marka í 7 bikarleikjum. Nína Ósk hefur leikið 6 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim eitt mark en auk þess hefur hún leikið 12 leiki með U-21 árs landsliðinu (2 mörk), 6 með U-19 ára liðinu (3 mörk) og 4 leiki með U-17 ára landsliðinu.
Nína Ósk með gullskóinn ásamt Sigrúnu Sigvaldadóttur úr kvennaráði.