Fréttir

Knattspyrna | 6. september 2006

Nína Ósk í liði 8.-14. umferðar

Nína Ósk Kristinsdóttir var valin í lið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna.  Er þetta í beinu framhaldi af góðri framistöðu hennar í sumar þar sem hún varð næst markahæst í deildinni með 24 mörk í 14 leikjum.  Þess má geta að Nína var einnig valin í úrvalsliðið eftir fyrri umferð Landsbankadeildarinnar.  Við óskum Nínu Ósk og Keflavíkurliðinu til hamingju með þennan góða árangur.

Mynd: Nína Ósk Kristinsdóttir hefur átt gott sumar með Keflavík

 

 





Landsbankadeild kvenna 2006

 

Lið umferða 8-14:

 

Markvörður:

Guðbjörg Gunnarsdóttir – Valur

 

Varnarmenn:

Ásta Árnadóttir – Valur

Guðlaug Jónsdóttir – Breiðablik

Guðný B. Óðinsdóttir – Valur

Ólína G. Viðarsdóttir – Breiðablik

 

Tengiliðir:

Erna B. Sigurðardóttir – Breiðablik

Fjóla Dröfn Friðriksdóttir – KR

Hólmfríður Magnúsdóttir – KR

Katrín Ómarsdóttir – KR

 

Framherjar:

Margrét Lára Viðarsdóttir – Valur

Nína Ósk Kristinsdóttir – Keflavík

 

Leikmaður umferða 8-14:

Margrét Lára Viðarsdóttir – Valur

 

Þjálfari umferða 8-14:

Elísabet Gunnarsdóttir – Valur

 

Stuðningsmannaverðlaun umf. 8-14:

Stuðningsmenn Vals