Fréttir

Knattspyrna | 30. júní 2006

Nína Ósk í úrvalsliði Landsbankadeildarinnar

Nína Ósk Kristinsdóttir, framherji Keflavíkurliðsins, var valin í úrvalslið fyrstu sjö umferða Landsbankadeildar kvenna.  Þetta er athyglisverður árangur hjá Nínu, sérstaklega þar sem tvö efstu lið deildarinnar einokuðu viðurkenningarnar.  Valur og Breiðablik áttu samtals níu leikmenn í úrvalsliðinu og hlutu auk þess allar aðrar viðurkenningar, enda með yfirburðalið í deildinni.  Ein KR-stúlka komst í úrvalsliðið og svo okkar stúlka en Keflavíkurliðið er í 5. sæti deildarinnar.

Nína Ósk hefur farið á kostum í liði Keflavíkur í sumar.  Hún hefur leikið alla sjö leiki liðsins og skorað 12 af þeim 20 mörkum sem liðið hefur skorað.  Við óskum Nínu til hamingju með þessa viðurkenningu og treystum því að hún haldi áfram að hrella varnir andstæðinganna í sumar.


Nína Ósk á fleygiferð, væntanlega í átt að marki.
(Mynd:
Víkurfréttir)