Njarðvíkurmót 6. flokks
Sunnudaginn 5. desember fór fram í Reykjaneshöllinni Njarðvíkurmót í 6. flokki karla. Keflavík tók þátt í þessu móti og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma. A-liðið lék úrslitaleik mótsins gegn Haukum en mátti þola "ósigur" 2-2! Haukar sigruðu þar sem þeir komust í 2-1. Í keppni C-liða spiluðu bæði lið Keflvíkinga til úrslita, s.s. Keflavík - Keflavík! ....og sigruðu Keflvíkingar þar með í keppni C-liða. Mótið tókst í alla staði mjög vel og fóru krakkarnir ánægðir heim. Eftirfarandi myndir tók Friðrik Bergmann á mótinu.
A-liðið að taka eina berju fyrir leik.
Björn, Óli, Þorgeir, Ísak, Gulli, Arnþór, Halldór og Elías.
Einar, Adam og Annel.
Foreldraklappliðið.
Gulli og Halldór Gísli.
Gunni gæðir sér á pizzu eftir mót.
Keflavík, sigurvegarar í flokki C-liða.
Patti, Ási, Björn, Óli og Samúel.