Fréttir

Knattspyrna | 19. mars 2004

Njarðvíkurmót 7. flokks á sunnudag

Njarðvíkurmót 7. flokks fer fram sunnudaginn 21. mars, leikið verður í Reykjaneshöll.  Keppni hefst kl. 9:00 og lýkur um kl. 12:30. 

Þátttökulið eru Keflavík, Njarðvík, Haukar, Grótta, Selfoss, Reynir, Víðir og Grindavík.



Fannar Orri Sævarsson (bróðir Jónasar Sævarssonar
leikmanns meistaraflokks) verður í eldlínunni með
félögum sínum í 7. flokki á Njarðvíkurmótinu á sunnudag.

Það verður s.s. nóg um að vera um helgina og er fólk hvatt til þess að kíkja við í Höllinni og sjá unga knattspyrnusnillinga að leik.