Nóg að gera fyrir mót
Eins og vænta má er nóg að gera þessa dagana við að undirbúa upphaf Íslandsmótsins og á það bæði við um liðið og þá sem standa að því. Þó nokkrar framkvæmdir eru nú á Keflavíkurvelli, grasið þarf auðvitað að vera grænt og fallegt fyrir fyrsta leik og svo er verið að koma upp girðingum sem eiga að bera auglýsingar sem skipta ekki síður máli.
Myndir: Jón Örvar Arason
Jón Olsen á spjalli við þá bræður Hörð og Gunnar Sveinssyni, starfsmenn vallarsins.
Maddi og Guðni að setja upp heljarins auglýsingagirðingu á vellinum.