Knattspyrna | 7. maí 2004
Nóg að gera hjá kvennaliðinu um helgina
Um helgina leikur meistaraflokkur kvenna eina tvo leiki í
Deildarbikarnum. Á laugardag spila þær við Þrótt R. og fer leikurinn fram á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 14:00. Á sunnudaginn verða stelpurnar hins vegar á heimavelli og leika við Sindra í Reykjaneshöllinni kl. 14:00. Við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með liðinu sem hefur verið að leika vel í undanförnum leikjum og lofar góðu fyrir sumarið.