Nóg að gera hjá yngri flokkum stúlkna
Það er nóg að gera hjá yngri flokkum stúlkna um þessa helgi. Á laugardag taka 5. og 3. flokkur þátt í Húsasmiðjumóti Víkings. Í 5. flokki spilar A-lið fyrir hádegi innannhús og B-lið eftir hádegi. 3. flokkur sendir þrjú lið til keppni en spilaður er sjö manna bolta á möl. A-lið spilar fyrir hádegi og eftir hádegi spila Keflavík 1 og Keflavík 2. Kl.15:00 spilar 4. fl A- og B-lið lokaleiki sína í Faxaflóamótinu í Fífunni gegn Breiðablik.
Á sunnudag spilar svo 4. flokki í Húsasmiðjumóti Víkings, A-lið fyrir hádegi og B-lið eftir hádegi.