Fréttir

Knattspyrna | 26. júní 2006

Nokkrar myndir frá Belfast...

Keflavík gerði góða ferð til Belfast á dögunum og tryggði sér sæti í 2. umferð InterToto-keppni UEFA.  Að sjálfsögðu var hirðljósmyndari Knattspyrnudeildar, Jón Örvar Arason, með í för og tók myndir í gríð og erg.  Von er á vænni myndasyrpu frá kappanum en hátt á annað hundrað myndir eru nú í vinnslu og bíða birtingar.  Til að gefa forsmekkinn birtum við hér nokkrar myndir frá Jóni.



Liðið að fara á æfingu á Windsor Park á föstudeginum.


Rúnar formaður með gjöf frá Dungannon.


Skutlurnar þrjár.


Keflavíkurliðið kynnt á vellinum.


Byrjunarliðið gegn Dungannon.


Kenneth spilaði og var mjög traustur.


Magnús Þormar í sínum fyrsta Evrópuleik.


Keflvíkingar í stúkunni á Windsor Park.