Fréttir

Knattspyrna | 18. ágúst 2006

Nokkrir fréttamolar...

Leikmenn Keflavíkur fengu fjögurra daga frí frá sameiginlegum æfingum seinustu helgi en ekki hafði gefist kostur á því fyrr í sumar sökum leikja og ferðalaga tengdum þeim.  Leikmenn æfðu þó sjálfir þessa daga hvort sem um var að ræða sund, körfubolta, hlaup eða hvaða hreyfing sem er í raun.  Undirbúningur fyrir leik helgarinnar gegn FH hefur staðið yfir alla vikuna en vantað hefur bæði Baldur og Símun sem báðar voru á vaktinni með landsliðum.  Liðið ætti að vera tilbúið í leikinn gegn FH þrátt fyrir að allur hópurinn muni ekki hittast fyrr en á laugardag, daginn fyrir leik, sökum landsleikja og tveggja leikja í 2. flokki sem riðlað hafa dagskránni nokkuð.  Í hönd fer erilsöm og spennandi vika þar sem leiknir verða þrír leikir á 8 dögum; tveir leikir í hnífjafnri Landsbankadeild og undanúrslitaleikur í VISA-bikarnum.

Símun Samuelssen hefur verið í Færeyjum með landsliði sínu sem tapaði illa gegn Georgíumönnum, 0-6.  Þetta var fyrsti leikur Færeyinga í B-riðli undankeppni EM.

Baldur Sigurðsson var í Austurríki með U-21 árs landsliði Íslands sem gerði 0-0 jafntefli við heimamenn í hörkuleik.  Baldur spilaði allan leikinn og var djúpur á miðjunni.  Sterk vörn íslenska liðsins var lykillinn að þessum úrslitum en íslenska liðið fékk dauðafæri á lokamínútum leiksins en Rúrik Gíslason setti boltann framhjá.  Næsti leikur liðsins er á Laugardalsvellinum gegn Ítalíu 1. september.

Einar Orri Einarsson var valinn í íslenska U-18 ára landsliðið leikur á alþjóðlegu móti í Tékklandi 21.-27. ágúst.  Þjálfari liðsins er Guðni Kjartansson.  Við óskum Einari Orra til hamingju með áfangann.

JÖA


Þeir Baldur, Símun og Einar Orri eru uppteknir þessa dagana.
(Myndir: Jón Örvar Arason)