Fréttir

Knattspyrna | 24. janúar 2007

Nokkrir fréttamolar

Buddy Farah, Ástralinn sem var hjá okkur, er búinn að ganga frá félagaskiptum.  Það var ástralska knattspyrnusambandið sem bað um þessi skipti og fóru þau í gegn í gær.  Þar með mun ferli kappans hjá Keflavík víst vera lokið en hann náði að leika þrjá leiki fyrir félagið.  Buddy mun vera að spila golf þessa dagana í sól og blíðu með eitt flottasta golfsett sem sögur fara af.

Keflavík og ÍR mættust í æfingaleik sl. laugardag í Reykjaneshöllinni og lauk leiknum með jafntefli, 1-1.  Mark Keflavíkur var stórglæsilegt en það gerði Davíð Hallgrímsson og jafnaði leikinn fyrir okkur.  Liðið sem spilaði:
Bjarki
Ragnar, Gísli, Óli Berry, Bjarki Þór
Sigurbjörn, Óttar, Einar Orri, Magnús Þórir
Davíð, Högni
Varamenn sem einnig komu við sögu þeir Garðar og Stefán Örn.  Strax eftir leik var svo æfing hjá þeim sem ekki komu við sögu í þessum leik.  Þar voru menn eins og Ómar, Kenneth, Mete, Guðjón, Baldur, Einar Örn, Jónas Guðni, Magnús Þ., Ólafur Jón, Símun og Þórarinn.  Guðmundur Steinarsson er í smá fríi í Danmörku og þeir Hallgrímur og Hilmar voru í úrtaki U21 árs landsliðsins hjá KSÍ.  Branco Milicevic er rétt ókominn til landsins.

Dómarar náðu samkomulagi við KSÍ í gær og ekkert er því til fyrirstöðu að deildarbikarinn byrji á réttum tíma.  Fyrsti leikur Keflvíkinga verður gegn Gunna Odds og félögum í Þrótti sunnudaginn 18. febrúar kl. 15:00 í Reykjaneshöllinni.  Sjá má alla leiki Keflavíkur í deildarbikarnum á vef KSÍ.

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður miðvikudaginn 31. janúar kl. 20:00 í K-húsinu.  Nánar um fundinn þegar nær dregur.

Það er alltaf kaffi á könnunni og stundum með því, á skrifstofu knattspyrnudeildarinnar á Iðavöllum.  Þar hittast menn og spjalla um allt milli himins og jarðar.  Mesta fjörið er milli 9:30 og 10:00 en þá hittast flestir, enda kaffitími hjá mörgum. Láttu endilega sjá þig.