Nokkur sæti laus til Eyja
Fimmtudaginn 8. júlí leikur Keflavík gegn liði ÍBV úti í Eyjum í Pepsi-deildinni. Stuðningsmönnum Keflavíkur gefst kostur á að fara með liðinu til Eyja og sjá leikinn. Farið verður kl. 16:00 og af stað frá Eyjum kl. 21:30. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Knattspyrnudeildar í síma 421-5188 eða á kef-fc@keflavik.is.