Nú vantar stuðning
Leikur Keflavíkur og Breiðabliks í Landsbankadeildinni verður færður fram á miðvikudag 28. júní kl. 19:15 vegna leiks Lilleström og Keflavíkur í InterToto-keppninni í Lilleström n.k. laugardag. Staða liðsins er langt frá þeim væntingum og áætlunum sem við gerðum fyrir sumarið. Leikmenn, þjálfarar og stjórn Keflavíkur eru ákveðnir að nú sé nóg komið og gera betur í næstu leikjum liðsins, óheppni og slakir leikir eru að baki. Stuðningsmenn liðsins meiga ekki bregðast nú þegar mest ríður á og mæta vel á völlinn á miðvikudag og hvetja liðið til sigurs. ási