Fréttir

Knattspyrna | 20. september 2011

Nú verða allir, nýir og gamlir, að skrá sig í fótboltann!!

Nýtt æfingatímabil  í knattspyrnu hefst 26. september.  Keflavík hefur tekið upp sameiginlegt skráningar og greiðslukerfi sem heitir NÓRI.  Deildirnar eru smám saman að taka upp notkun þess.  Knattspyrnudeildin er ein þessara deilda.  Þess vegna verða allir sem ætlað að æfa knattspyrnu í vetur að skrá sig upp á nýtt. 

Skráning fer fram rafrænt á vefnum á slóðinni https://keflavik.felog.is eða með því að smella á skráningarhlekk (K-merkið) hér á forsíðu K-síðunnar vinstra megin.  Allir forráðamenn iðkenda þurfa að skrá sig og börn sín þar og ganga frá greiðslu.  Annað sem er nýtt er að nú er ætlast til að allir sem mögulega geta greiði með kreditkorti.  Ef þið notið ekki kreditkort þá skráið þið ykkur (foreldrar) samt sem áður en þurfið að hafa samband við undirritaða og mun ég ganga frá þeim greiðslumáta sem um semst og skrá barnið í réttan flokk.

Allir þurfa að skrá sig og barn sitt sama hvaða greiðslumáta þeir notuðu áður.  Gamla kerfið gildir fyrir september. (Þeir sem greiða með greiðsluseðli fá síðasta seðilinn í byrjun okt. sem er þá gjald fyrir september og síðasta greiðsla með gamla kortasamningnum kemur í lok sept. og síðan eru allir gamlir samningar við kortafyrirtækin felldir úr gildi).  Það sem sett er inn í nýja skráningarkerfið gildir fyrir nýja tímabilið 26. sept.  2011 til 10. sept. 2012

Skráning byrjaði 18. september og lýkur 20. október.
Árgjald fyrir 7. flokk er 25.000 kr.  eða 2273 kr. á mánuði ( árgjaldi er skipt í 11 greiðslur).
Árgjald fyrir 6. flokk, 5. flokk,  4. flokk og 3. flokk er 50.000 kr. eða 4545 kr. á mánuði. (árgjaldi er skipt í 11 greiðslur). 
Á forsíðunni (vinstra megin) eru leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn í kerfið.
Á foreldrafundunum í  byrjun október er hægt að fá hjálp við innritunina ef óskað er.
Minni á lokahófið sem er næsta laugardag 24. sept. kl. 11.

Með bestu kveðju og von um að allir bregðist skjótt við og skrái börn sín.
Ragnheiður Gunnarsdóttir umsjónarmaður æfingagjalda hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.
s. 8634627
netfang: rgunn@fss.is