Nuddtæki að gjöf
Knattspyrnudeild barst góð gjöf á dögunum þegar Guðmundur Sighvatsson, eigandi Komfort, færði deildinni IQ Massager rafbylgjunuddtæki. Um er að ræða tæki á stærð við iPod sem hentar vel til að eiga við stoðkerfisvandamál, vöðvaverki og önnur eymsli. Það var Falur Daðason, sjúkraþjálfari meistaraflokks karla, sem tók við tækinu sem á örugglega eftir að koma sér vel. Komfort raftækjaþjónusta er umboðsaðili IQ Massager á Íslandi og hefur selt tækin hér á landi frá árinu 2013.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.