Fréttir

Knattspyrna | 10. júní 2005

Ný æfingatafla yngri flokka

æfingatafla yngri flokka tekur gildi mánudaginn 13. júní.  Hægt er að skoða töfluna undir „Yngri flokkar“ efst á síðunni.  Þá er búið að uppfæra vefsíður yngri flokka hér á heimasíðunni en þær má einnig finna undir dálknum „Yngri flokkar“ efst á síðunni.  Á síðu hvers flokks eru upplýsingar um þjálfara, æfingatíma og þau mót sem flokkarnir taka þátt í.  Þá eru tenglar á heimasíðu KSÍ til að nálgast upplýsingar um leiki, úrslit og stöðu. 

Tilkynningar til iðkenda og foreldra birtast áfram á bloggsíðum yngri flokka pilta og stúlkna en þar setja þjálfarar inn upplýsingar um það sem er á döfinni og skipulag í kringum það.


Stúlkurnar í 4. flokki fagna marki gegn Breiðablik í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)