Fréttir

Knattspyrna | 26. september 2005

Ný æfingatafla yngri flokka

Við vekjum athygli á því að ný æfingatafla yngri flokka er kominn á vefinn.  Taflan tekur gildi þriðjudaginn 27. september en æfingar hjá 8. flokki hefjast reyndar ekki fyrr en 4. október.  Nýir iðkendur eru sérstaklega boðnir velkomnir á æfingar.  Öllum er frjálst að mæta á æfingar og kanna hvort knattspyrna sé íþróttagrein við þeirra hæfi.  Ekkert gjald er tekið fyrir fyrsta mánuðinn, ef iðkandi kýs að halda ekki áfram.  Við minnum á að alltaf er hægt að nálgast æfingatöfluna með því að velja „Yngri flokkar“ efst á síðunni og æfingatöfluna má finna þar undir ásamt öðrum upplýsingum um yngri flokka Keflavíkur.