Fréttir

Knattspyrna | 16. febrúar 2008

Ný stjórn Knattspyrnudeildar

Fimmtudaginn 14. febrúar var kjörin ný stjórn á framhaldsaðalfundi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.  Nýr formaður var kjörinn Þorsteinn Magnússon, stjórnarmenn voru kjörnir Hjördís Baldursdóttir, Kjartan Steinarsson, Oddur Sæmundsson og Ólafur Birgir Bjarnason.  Í varastjórn voru kosnir Andrés Hjaltason fulltrúi kvennaráðs, Ágúst Pedersen, Einar Aðalbjörnsson, Gunnlaugur Kárason, Hjörleifur Stefánsson, Ingibergur Þorgeirsson, Jón Ólafsson og Smári Helgason frá unglingaráði.  Gott hljóð var í fundargestum og eru menn bjartsýnir á gott starf stjórnar á komandi misserum.  Þorsteinn þakkaði mönnum traustið og þakkaði jafnframt Rúnari Arnarsyni fráfarandi formanni störf hans sem formaður deildarinnar síðustu 10 ár en eins og kunnugt er hefur hann nýverið verið kosinn til setu í stjórn KSÍ.