Fréttir

Knattspyrna | 19. nóvember 2004

Ný stjórn skiptir með sér verkum

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Knattspyrnudeildar Keflavíkur í K-húsinu sl. miðvikudag bauð Rúnar V. Arnarson formaður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.  Fyrsta verk stjórnarinnar var að skipta með sér verkum.  Rúnar var kjörinn formaður á aðalfundi, á stjórnarfundinum var Jón Olsen kjörinn varaformaður, gjaldkeri Sævar Pétursson, ritari Hjálmar Árnason og meðstjórnandi Oddur Sæmundsson.  Varamenn í stjórn eru Hjörleifur Stefánsson, Sævar Þorkell Jensson, Hallgrímur Guðmundsson, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, Ólafur Birgir Bjarnason og Halldór Leví Bjrnsson.

Formaður færði þeim aðilum sem létu af stjórnarsetu á síðasta aðalfundi þakkir fyrir störf þeirra fyrir deildina á umliðnum árum og óskaði þeim góðs gengis, en þeir voru Þorsteinn Magnússon, Grétar Ólason og Erlingur Hannesson allir starfandi bílasalar hér í bæ.