Fréttir

Knattspyrna | 11. september 2008

Ný stuðningsmannasíða

Það hefur varla farið framhjá neinum að stuðningsmenn Keflavíkur hafa farið á kostum í sumar, ekki síður en liðið.  Þessi öflugi stuðningur skiptir að sjálfsögðu öllu máli og á sinn þátt í því að liðið okkar er nú í toppsæti Landsbankadeildarinnar.  Nú hafa stuðningsmennirnir gert enn betur og opnað nýja og glæsilega síðu þar sem stuðningsmenn Keflavíkur geta skipst á skoðunum og nálgast gagnlegar upplýsingar.  Við óskum aðstandendum síðunnar til hamingju og hvetjum fólk til að kíkja á keflvikingar.com