Fréttir

Knattspyrna | 2. desember 2008

Nýfæddir Keflvíkingar!

Nú á dögunum fjölgaði enn meira í silfurliðinu okkar þegar þeir Þórarinn Brynjar Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson eignuðust báðir drengi með eiginkonum sínum.  Þórarinn og Sóley eignuðust dreng þann 21. nóvember sem mældist 3290 gr. og 51 cm.  Og rúmlega viku seinna skelltu Guðmundur og Anna Pála sér á fæðingardeildina og eignuðust einnig dreng þann 1. desember.  Hann mældist 3305 gr. og 48 cm.  Þess má geta að þetta eru drengir númer tvö hjá þeim báðum þannig að það verður bjart framundan í leikmannamálum okkar Keflvíkinga.

Þann 10. september fór Falur sjúkraþjálfari Daðason á fæðingadeildina (með eiginkonunni) og átti einnig dreng.  Það var kominn tími til hjá honum þar sem hann og Elín áttu fyrir þrjár stelpur.  Þau hjón eignuðust stærðardreng en hann var 4065 gr. og 51 cm. 

Knattspyrnudeildin óskar þeim öllum innilega til hamingju með drengina og samgleðst þeim á þessum tímamótum.


Til vinstri er Tótason og Gummason er til hægri.


Og þessi myndarpiltur er Falsson.