Fréttir

Knattspyrna | 6. júlí 2005

Nýir leikmenn til Keflavíkur

Guðmundur Mete hefur skrifað undir samning við Keflavík og mun leika sinn fyrsta leik fyrir Keflavík á móti ÍBV 18. júlí.  Guðmundur er öflugur varnarmaður og hefur spilað fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands eins og fram hefur komið á síðunni.  Kenneth Gustavsson, leikmaður IFK Malmö, er einnig á leiðinni til Keflavíkur en hann er stór og öflugur miðju eða varnarmaður.  Þessir tveir leikmenn ásamt Ómari Jóhannssyni markverði Keflavíkur og hinum stórgóða Zlatan Ibramovic hjá Juventus urðu saman sænskir unglingameistarar með IFK Malmö.  Þá er á leiðinni til Keflavíkur landsliðsmaður frá Jamaica, Sean Fraser, og verður hann hjá liðinu til reynslu næstu daga. ási

Mynd: Kenneth Gustafsson.