Nýjir æfingatímar hjá yngri flokkum kvenna
Við vekjum athygli á því að búið er að breyta tímum á æfingum hjá 4., 5., 6. og 7. flokki kvenna en rétta tíma má sjá á æfingatöflu okkar. Æfingar eru á sömu dögum og áður en búið er að breyta tímasetningu lítillega til að koma til móts við óskir iðkenda.
Við viljum einnig benda á að þær sem eru að byrja með 6. og 7. flokki kvenna æfa frítt til áramóta. Við vonum að sem flestar stúlkur noti sér þetta tækifæri til að prófa fótbolta og mæti á æfingar.