Nýjir leikmenn á samning hjá meistaraflokki kvenna
Lið Keflavíkur er með góða blöndu af heimstúlkum og erlendum leikmönnum þetta tímabilið. Nýjir leikmenn fyrir þetta tímabilið eru Inga Lára Jónsdóttir sem er komin aftur heim eftir dvöl erlendis í eitt ár, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir markmaður sem kom frá Breiðablik, Danka Padovac serbnesk landsliðskona, Linda O'Donnell og Karen Penglase skoskir leikmenn sem komu frá skoska félaginu Clyde. Einnig voru endurnýjaðir samningar við Nínu Ósk Kristinsdóttir, Vesnu Smiljkovic, Donnu Cheyne og Þóru Reyn Rögnvaldsdóttir.
Þóra Reyn, Inga Lára, Nína Ósk og Dúfa.
Danka, Vesna, Linda, Donna og Karen.
ÞÞ