Fréttir

Knattspyrna | 9. mars 2006

Nýjustu græjurnar kynntar

Strákarnir í meistaraflokki mættu í gær á Hótel Keflavík í skókynningu hjá PUMA-umboðinu sem meistaraflokksráð hefði undirbúið.  Þar var sýnt það besta sem PUMA hefur upp á að bjóða og höfðu strákarnir mikinn áhuga.  Sérstaklega vöktu áhuga strákanna skór sem eru svo léttir að það var eins og maður héldi á sokkunum sínum... svo léttir voru þeir!  Stelpurnar í meistaraflokksráðinu sáu um að strákanir hefðu nóg að borða á meðan á kynningunni stóð en þessar stelpur eru svo virkar að annað eins er ekki hægt að finna í þessum bransa sem fótboltinn er.

Myndir: Jón Örvar Arason



Starfsmaður PUMA kynnir skóna.


Gunna, Inga Ósk og Hjördís úr meistaraflokksráði.