Nýr aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna
Ágústa Jóna Heiðdal hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Ágústa var leikmaður með liði Keflavíkur í fyrra en ákvað að taka sér frí sem leikmaður. Ágústa hefur verið leikmaður Keflavíkur (og RKV) mörg undanfarin ár og verið fyrirliði liðsins lengstum. Viljum við bjóða Ágústu velkomna í þjálfarahóp Keflvíkur og væntum við mikils af hennar störfum.
Mynd: Ágústa í leik með meistaraflokki Keflavíkur.
Þórður Þorbjörnsson