Nýr búningur kynntur
Eins og áður hefur komið fram hefur Keflavík gert þriggja ára samning við Icepharma um að allir flokkar Keflavíkur spili í Nike-búningum. Nú er komið að því að kynna nýjan búning sem meistaraflokkur karla mun klæðast í sumar.
Á þessu ári eru 50 ár síðan Keflavík varð fyrst Íslandsmeistari árið 1964. Af því tilefni hefur verið ákveðið að leita aftur til fortíðar og í sumar mun meistaraflokkur karla spila í svörtum treyjum og hvítum buxum en þannig var Keflavíkurbúningurinn einmitt fram til ársins 1972. Varabúningurinn verður áfram gulur eins og í fyrra.
Á myndinni með fréttinni eru Jón Ólafur Jónsson, einn af Íslandsmeisturum Keflavíkur árið 1964, og Hörður Sveinsson, besti leikmaður meistaraflokks karla á síðasta ári, í nýja búningnum.
Við þetta má bæta að búningur Harðar verður boðinn upp á herrakvöldi Knattspyrnudeildar á morgun, föstudag
Á myndinni að neðan eru fulltrúar Landsbankans, Nettó og Knattspyrnudeildar ásamt þeim Jóni Ólafi og Herði.
Myndirnar með frétttinni eru frá Víkurfréttum