Nýr framkvæmdarstjóri ráðinn
Nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frà ráðningu Karls Daníels Magnússonar í starf framkvæmdastjóra. Hann tekur við af Jónasi Guðna Sævarssyni sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2016. Jónas óskaði þess að fá að láta af störfum til að einbeita sér að öðrum verkefnum en hann á miklar þakkir skildar fyrir sitt öfluga starf síðustu fimm ár. Hann skilur við deildina á góðum stað með báða meistaraflokkana í efstu deild og reksturinn i góðu jafnvægi. Jónas er þó ekki horfinn úr félaginu heldur mun starfa áfram með okkur í alls konar verkefnum sem hluti af gríðar mikilvægu teymi sjálfboðaliða.
Karl Daníel tekur því við góðu búi og er til mikils vænst af honum í framtíðinni. Hann er 35 ára gamall Keflvíkingur í húð og hár og þekkir margar hliðar rekstursins.
Gert er ráð fyrir því að Karl taki við starfinu formlega í byrjun janúar en Jónas mun verða honum til halds og trausts fyrstu misserin.
Áfram Keflavík.