Nýr Keflavíkurvöllur
Eins og áður hefur komið fram er búið að setja sæti við Keflavíkurvöll og tekur hann nú 1100 manns í sæti. Einnig er verið að undirbúa völlinn að öðru leyti til að gera umgjörðina um leiki sumarsins sem glæsilegasta. Það verður því gaman að bjóða áhorfendur velkomna á fyrstu heimaleiki liðanna okkar; strákarnir leika gegn Víkingum föstudaginn 19. maí kl. 19:15 og stelpurnar leika sinn fyrsta heimaleik þriðjudaginn 23. maí kl. 20:00 en þá koma Íslandsmeistarar Blika í heimsókn.
Myndir: Jón Örvar Arason