Nýr leikmaður
Framherjinn Simon Samuelsson er búinn að skrifa undir hjá Keflavík. Simon er hálfur Færeyingur og hálfur Keflvíkingur og sem betur fer er það vinstri helmingurinn sem er Keflavíkur helmingurinn, og er því strákurinn með Keflavíkurhjarta. Simon er fæddur 1985 og hefur þegar spilað A-landsleiki í Færeyjum. Hann er einn efnilegasti leikmaður sem komið hefur fram í Færeyjum og var búinn að vekja athygli hjá fleiri liðum á Norðurlöndum, en það var einlægur vilji hans að spila hér og er það fyrst og fremst Keflavíkurhjartanu að þakka. Það er aldrei að vita nema að Simon verði notaður í næstu leikjum en við í Keflavík erum fyrst og fremst að líta til framtíðar og sjáum hann gera góða hluti með Ingva þegar hann kemur á næsta tímabili.
Framtíðin er björt og áfram Keflavík.
Rúnar I. Hannah