Nýr leikmaður
Sigurbjörn Hafþórsson, 18 ára miðjumaður frá Siglufirði, hefur gengið til liðs við Keflavík og mun skrifa undir 3ja ára samning þegar hann kemur suður um helgina. Hann æfir á föstudag og fylgist svo með liðinu á Íslandsmótinu innanhúss. Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurbjörn búinn að spila mikið fyrir KS á undanförnum árum. Hann spilaði sinn fyrsta leik 2003 og spilaði þá fjóra leiki. Árið 2004 spilaði hann sex leiki og þeim fjölgaði hressilega 2005 en þá spilaði hann sautján leiki. Í sumar spilaði Sigurbjörn nítján leiki með KS/Leiftri, átján í deild og einn í bikar. Við bjóðum Sigurbjörn velkominn í hópinn.