Nýr leikmaður í hópinn
Gengið hefur verið frá því að Branko Milicevic leikur með Keflavík út leiktíðina. Branko hefur æft með liðinu að undanförnu og lék æfingarleik gegn ÍA á dögunum. Pilturinn hefur staðið sig vel og var því ákveðið að bjóða honum að ganga til liðs við Keflavík. Við bjóðum hann velkominn og óskum honum góðs gengis.
Branko í leik upp á Skaga á dögunum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)