Fréttir

Knattspyrna | 1. nóvember 2004

Nýr leikmaður til Keflavíkur

Hafsteinn Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Keflavík frá Reyni Sandgerði.  Hafsteinn er 19 ára gamall, þykir mjög efnilegur og voru nokkur lið á höttunum eftir honum en hann valdi Keflavík.  Hafsteinn er öflugur vinstrifótarleikmaður og lék 15 leiki með Reyni í Íslandsmótinu í sumar og skoraði 2 mörk.  Við bjóðum hann velkominn til Keflavíkur og óskum honum auðvitað góðs gengis.

Annars er verið að vinna af fullum krafti í þjálfara- og leikmannamálum og er frekari frétta að vænta af þeim vettvangi á næstu dögum.