Fréttir

Knattspyrna | 24. nóvember 2004

Nýr leikmaður til Keflavíkur

Ólafur Þór Berry hefur gengið til liðs við Keflavík frá ÍBV.  Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.  Ólafur er 18 ára gamall, þykir mjög efnilegur og á nokkra leiki að baki með unglingalandsliðum Íslands.  Hann þykir fjölhæfur leikmaður og vonum við að hann njóti sín vel hér í Keflavík og komi til með að styrkja liðið á næstu árum.


Ólafur Þór við undirskrift samningsins á dögunum.