Fréttir

Knattspyrna | 5. maí 2008

Nýr leikmaður til Keflavíkur

Nú um helgina gekk nýr leikmaður til liðs við Keflavík.  Hann heitir Hans Mathiesen og hefur spilað með Fram undanfarin þrjú ár.  Mathiesen er miðvallarleikmaður sem á að baki nokkra leiki með yngri landsliðum Danmerkur.  Nú þegar aðeins er tæp vika í fyrsta leik Keflavíkur gegn Val er ljóst að Mathiesen er góð viðbót í öflugan leikmannahóp Keflavíkur.  Við bjóðum Mathiesen velkominn til Keflavíkur og væntum mikils af honum með okkur í sumar.


Þorsteinn formaður býður Hans velkominn.