Knattspyrna | 3. febrúar 2005
Nýr leikmaður til kvennaliðsins

Hansína Þóra Gunnarsdóttir er gengin til liðs við Keflavík. Hansína kemur frá HK/Víking og var fyrirliði liðsins í 1. deild síðasta tímabil. Hún hefur leikið með HK/Víkingi undanfarin þrjú ár. Hún skoraði 39 mörk í 58 leikjum með meistaraflokki HK/Víkings og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og sú fjórða leikjahæsta. Við bjóðum Hansínu velkomna til liðs við Keflavík.