Fréttir

Knattspyrna | 3. febrúar 2005

Nýr leikmaður til kvennaliðsins

Hansína Þóra Gunnarsdóttir er gengin til liðs við Keflavík.  Hansína kemur frá HK/Víking og var fyrirliði liðsins í 1. deild síðasta tímabil.  Hún hefur leikið með HK/Víkingi undanfarin þrjú ár.  Hún skoraði 39 mörk í 58 leikjum með meistaraflokki HK/Víkings og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og sú fjórða leikjahæsta.  Við bjóðum Hansínu velkomna til liðs við Keflavík.