Fréttir

Knattspyrna | 23. maí 2005

Nýr leikmaður til reynslu

Rétt í þessu er að lenda leikmaður sem verður til reynslu hjá Keflavík næstu daga.  Pilturinn heitir Issa Abdulkadir og er upphaflega frá Sómalíu en er breskur ríkisborgari.  Issa er varnarmaður, fæddur 12. desember 1986.  Hann hefur verið á mála hjá Arsenal frá 11 ára aldri en var látinn fara frá liðinu nú í vor.  Eins og áður sagði verður hann til reynslu hjá Keflavík og mætir á sína fyrstu æfingu í kvöld.