Fréttir

Knattspyrna | 13. febrúar 2006

Nýr leikmaður til reynslu og aðrar fréttir af knattspyrnunni

Næsta fimmtudag kemur Geoff Miles frá BNA en hann spilaði með Haukum í fyrstu deildinni síðasta sumar.  Miles er örfættur bakvörður eða kantmaður.  Hann er hér einungis til reynslu.
 
Branko kemur núna á þriðjudag en hans mál hafa tafist mjög mikið útaf atvinnuleyfi, en það er nú frágengið og vonandi mætir hann í góðu formi.
 
Stefán Örn æfir með okkur en ekkert er enn frágengið við hann en Stefán er samningsbundinn Víkingum.
 
Við þrálát meiðsli stríða Þorsteinn Atli, Hallgrímur, Óli Jón og Stefán Örn. Davíð nýbyrjaður að æfa fótbolta aftur eftir töluverðan tíma frá vegna meiðsla. Þórarinn og Ingvi er að jafna sig eftir aðgerðir og ekki er vitað fyrir víst hvenær þeir koma inná fótboltavöllinn aftur en það verður fyrr en síðar.  Allir þessir einstaklingar eru í virkri sjúkraþjálfun og fylgst vel með þeim.
Þá höfum við misst allavega tímabundið Hörð og Hólmar til útlendra liða ásamt því að Gunnar, Bjarni, Sigþór, Atli, Gestur og Michael munu leika með öðrum liðum á næsta ári. Svo hópurinn er lítill og þarfnast liðsstyrks.  Í æfingaleikjunum tveimur í vikunni spiluðu nokkrir strákar úr 2.flokki vegna fjarveru margra mfl. leikmanna, og stóðu þeir sig með prýði. Fylgst verður vel með þróun mála hjá þeim í framhaldinu.

Deildarbikarinn hefst næsta laugardag en klukkan 15 spilum við við Valsmenn í Egilshöll.

Áfram Keflavík
Rúnar I. Hannah