Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2005

Nýr leiktími á FH-leiknum

Búið er að breyta leiktímanum á leik FH og Keflavíkur í 10. umferð Landsbankadeildarinnar.  Þetta er vegna leiks FH-inga í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.  Leikurinn átti að vera sunnudaginn 10. júlí en verður á Kaplakrikavelli föstudaginn 8. júlí kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn.


Úr leik liðanna í 1. umferð deildarinnar.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)