Knattspyrna | 2. desember 2002
Nýr liðsmaður
Einar Ottó Antonsson hefur gengið til liðs við Keflavík frá Selfyssingum. Einar er aðeins 18 ára gamall en þykir mjög efnilegur. Þess má geta að faðir Einars, Anton Hartmannsson, lék um árabil í marki Selfossliðsins en Anton var í herbúðum Keflavíkur síðari hluta tímabilsins 1997 og lék einn leik með liðinu í efstu deild. Þegar hefur verið gengið frá félagskiptum Einars Ottó og hann lék með 2. flokki í Íslandsmótinu innanhúss um helgina. Við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn til Keflavíkur.