Fréttir

Knattspyrna | 13. febrúar 2009

Nýr markmaður hjá stelpunum

Margrét Ingþórsdóttir skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Keflavíkur.  Margrét sem spilaði með fyrstu deildar liði ÍA á síðustu leiktíð er mjög efnilegur markvörður og verður Keflvíkingum mikill styrkur á komandi sumri en eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur Keflavíkurliðið orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta sumri.  Margrét er Sandgerðingur og þekkir því vel til þjálfara síns sem þjálfaði hana í yngri flokkum Reynis og síðar GRV.  Við bjóðum Margréti velkomna í hópinn. 


Frá vinstri: Andrés Hjaltason formaður kvennaráðs Keflavíkur, Margrét og Elvar Grétarsson þjálfari.