Fréttir

Knattspyrna | 18. janúar 2005

Nýr markmaður semur við Keflavík

Keflavík hefur samið við Þóru Reyn Rögnvaldsdóttur sem lék með FH á síðasta tímabili.  Þóra er frá Akureyri og hefur auk þess að leika með FH leikið með Þór, KA, Þrótti Reykjavík og Val.  Þóra hefur leikið með U-19 og U-21 ára landsliði Íslands. Þóra er að klára nám við Tomas University í Georgia þar sem hún hefur stundað sálfræðinám. Viljum við bjóða Þóru velkomna til  Keflavíkur.


Við undirskrift samningsins.  Ásmundur Friðriksson framkvæmdastjóri
Keflavíkur, Þóra Reyn og Reynir Ragnarsson formaður kvennaráðs.


Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir.