Fréttir

Knattspyrna | 12. júlí 2005

Nýr markmaður til liðs við meistaraflokk kvenna

Keflavík hefur fengið til sín nýjan markmann, Steindóru Sigríði Steinsdóttur, eða Dódó, en hún kemur frá ÍA.  Dódó hefur áður verið leikmaður Keflavíkur (RKV) tímabilið 1999-2000.  Dódó á þrjár systur sem allar hafa spilað með Keflavík (RKV), Helena 2003-2004, Marella 2002-2003 og Íris 1999-2000.  Dódó á að baki 6 A-landsleiki og 4 U-21 leiki.  Við bjóðum við hana velkomna til Keflavíkur.