Nýr samingur við PUMA
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Tótem ehf. hafa framlengt samstarfssamning sinn um þrjú ár en Tótem er umboðs- og dreifingaraðili PUMA á Íslandi. Keflavík mun því leika í PUMA til loka ársins 2012 en félagið er nú að leika sitt sjöunda tímabil í búningum frá fyrirtækinu. Í samningnum er gert ráð fyrir margvíslegu samstarfi Keflavíkur og Tótem en meðal annars stendur til að selja vörur frá PUMA á heimaleikjum Keflavíkur. Það er Knattspyrnudeild mikil ánægja að framlengja samninginn enda hefur samstarfið við Tótem ehf. og starfsfólk fyrirtækisins verið ánægjulegt og farsælt.